Guðrún Straumfjörð fagnar 100 ára afmæli sínu
24.05.2011 14:56Guðrún Straumfjörð er 100 ára í dag.Foreldrar hennar voru Jón Straumfjörð Jónasson frá Straumfirði á Mýrum og Ragnheiður Valby Jónsdóttir. Ævistörf Guðrúnar voru ýmis skrifstofu- og verslunarstörf, lengst af starfaði hún sem gjaldkeri hjá Skipaútgerð ríkisins.Eiginmaður hennar var Ólafur Þórðarson og sonur þeirra er Jón Þ.Ólafsson. Guðrún hefur búið í Sóltúni síðan 2005.Starfsfólk og íbúar í Sóltúni óska Guðrúnu innilega til hamingju með daginn.<
til baka