Tékkneskir þemadagar 23. -25. mars í Sóltúni
17.03.2011 14:53Á tékkneskum dögum verður dagskrá tileinkuð Tékkneska lýðveldinu. Sagt verður frá áhugaverðri námsferð starfsfólks Sóltúns síðastliðið haust, landi, þjóð og heilbrigðisþjónustu. Sýndar verða frægar kvikmyndir og tónlistarmyndbönd og góðir gestir koma í heimsókn og segja frá landinu. Opnað verður tékkneskt Café og matseðilinn verður tileinkaður þeirra vinsælustu réttum. Hápunkturinn verður síðan vorgleði með kvöldverðaveislu og tónlistarflutningi eftir þeirra þekktustu tónlistarmenn.
til baka