Góð þátttaka meðal starfsmanna í Lífshlaupi ÍSÍ
28.02.2011 14:51Starfsmenn Sóltúns tóku þátt í lífshlaupi ÍSÍ annað árið í röð. Starfsmenn eru 205 og keppti heimilið því í flokki fyrirtækja með 150- 399 starfsmenn.Segja má að Sóltún hafi verið hástökkvari ársins, slík var aukning í þátttöku innan heimilisins og árangurinn á landsvísu.Í fyrra voru tvö lið skráð með innan við 20 þátttakendur. Í ár voru 10 lið skráð með alls 89 þátttakendum. Sóltún hafnaði í 5. sæti í ár varðandi daga með alls 1274 daga sem gerir hlutfall upp á 6,21 dag pr mann og 82042 mínútur sem gerir hlutfall upp á 400,2 mínútur pr. mann. Alls bætti Sóltún sig um 10 sæti.
Mikill og almennur áhugi var meðal starfsmanna og keppni milli liða. Sóltún gaf sérstaka farandbikara fyrir fyrsta sæti fyrir daga annars vegar og mínútur hinsvegar líkt og gert er á landsvísu.
Í fyrsta sæti fyrir hlutfall daga voru Kjallaraskvísurnar, þær voru 10 í liðinu með alls 170 daga, sem gerir hlutfall upp á 17,0 daga pr liðsmann. Í fyrsta sæti fyrir hlutfall mínútna var Lið 1, þau voru 9 í hópnum með alls 11620 mínútur sem gerir hlutfall upp á 1291,11 mínútur pr liðsmann.
Verðlaunaafhending fór fram mánudaginn 28. febrúar í hádeginu og af því tilefni bauð Sóltún öllum starfsmönnum til hádegisverðar.