Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söng í Sóltúni
23.02.2011 14:50Hvað er fegurra en þegar sumar tekur við af vori og allt er að springa út. Maður lygnir aftur augum og dreymir að maður svífi um loftin blá, liggur í fallegum grasbala eða situr í góðum sófa innan um sína bestu vini að njóta nærveru og fegurstu tónlistar.Þar vill maður dvelja lengur.Þannig stund gáfu þær Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, sópran og Hrefna Eggertsdóttir píanóleikari okkur hér í Sóltúni.Efnisskráin var fjölbreytt bæði innlend sem erlend verk og flutningur þeirra Þórgunnar Önnu og Hrefnu heillandi. Rödd hinnar ungu söngkonu sem senn lýkur burtfararprófi í söng er einstkaklega tær og falleg. Hér er á ferðinni einn af vonarneistum íslenskrar tónlistar.Við þökkum þeim Þórgunnu Önnu og Hrefnu af heilum hug fyrir gefandi stund og hinni ungu söngkonu óskum við alls hins besta.<
til baka