Sigrún Hjálmtýsdóttir söng fyrir íbúa Sóltúns

22.02.2011 14:49

Þeir voru sem vorboðinn ljúfi söngtónleikar Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, sópran og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, píanóleikara. Á sinn einstaka hátt fluttu þessir reyndu og einir af okkar fremstu tónlistarmönnum landsins fjölbreytta efnisskrá, bæði með innlendum og erlendum verkum, við mikla hrifningu áheyrenda.Þeim Sigrúnu og Önnu Guðnýju eru færðar alúðar þakkir fyrir ljúfa stund og fallegan tónlistarflutning.Vorið,tími vonar og vaxtar hljómaði svo sannalega í hjörtum okkar er fengum að njóta góðrar heimsóknar og samveru.<

til baka