Íbúar Sóltúns skemmtu sér vel á þorrablótinu
28.01.2011 14:48Þorrablót Sóltúns tókst með ágætum undir stjórn þorrablótsstjóranna Júlíönu Sigurveigu Guðjónsdóttur og Jóns Jóhannssonar. Íbúar buðu með sér ættingum sínum til þorrablótsins og voru yfir 180 manns í kvöldmat.Á samkomu í sal eftir matinn spilaði Ólafur B. Ólafsson á harmonikku, farið var með minni kvenna og karla, og Ingibjörg Ólafsdóttir sópransöngkona söng.
til baka