Fólk með umgangspestir takmarki heimsóknir

16.01.2011 14:47

Sýkingavarnarnefnd Sóltúns hvetur fólk með einkenni loftvega- eða iðrasýkinga til að takmarka heimsóknir í Sóltún þar til veikindi eru yfirstaðin. Ýmsar sýkingar eru í gangi í samfélaginu m.a. inflúensa, svínainflúensa og Noroveirusýking og geta þessar sýkingar verið alvarlegar fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem búa við langvinna sjúkdóma.

til baka