Sóltún fagnar 9 ára afmæli

07.01.2011 14:47

9 ár eru liðin síðan fyrsti íbúinn flutti á hjúkrunarheimilið. Starfsemin hefur verið farsæl og eftirspurn ávallt mun meiri en hægt hefur verið að mæta. Í búar koma fyrst og fremst frá Landspítalanum. Mikil festa hefur verið í starfsmannamálum sem hefur verið lykilatriði í árangri starfsins.Traustur mannauður og haldgóð fagþekking hefur stuðlað að auknum lífsgæðum íbúanna og getu til að takast á við þau fjölþættu og oft á tíðum flóknu heilsu- og félagslegu úrlausnarefni sem upp koma á hverjum tíma.Til hamingju með daginn.

til baka