Jólahlaðborðin á aðventunni

12.12.2010 14:45

Boðið var uppá þrjú jólahlaðborð á aðventunnni. Það fyrsta var haldið 30. nóvember fyrir íbúa á 2.hæð, þar næst þann 2. desember fyrir íbúa á 1. hæð og að síðustu þann 7. desember fyrir íbúa á 3. hæð. Íbúarnir 92 buðu með sér samtals 86 ættingjum og vinum. Jón Jóhannsson djákni flutti hugvekju og jólalög voru sungin. Starfsmenn, ættingjar og sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og buðu fram tónlistaratriði. Sóltúnseldhúsið bauð uppá glæsilegan jólahlaðborðsmatseðil.

til baka