Sláturgerð í Sóltúni
05.10.2010 11:57Síðastliðinn mánudag 4.október hittist iðinn hópur íbúa og starfsmanna á iðjuþjálfunarsal og vann að sláturgerð, fylltu vambir að góðgæti og saumuðu fyrir. Starfsfólk eldhúss hafði áður útbúið innvolsið sem að miklu leyti samanstóð af innmat og blóði og heyrðust ýmsar hugmyndir um hvernig best væri að blanda það; þykkt/þunnt, blandað rúsínum eða jafnvel með viskídreitli. Slátur hefur verið tekið á hverju hausti frá árdögum Sóltúns. Sumir mæta galvaskir til leiks með uppbrettar ermar, aðrir biðjast undan og telja sig fullsadda af sláturverkum - ámóta og uppvaskinu!
til baka