Uppskerudagur

23.09.2010 11:56

Í okkar fallega garði hefur gróðurinn sprottið sem aldrei fyrr og í dag 23.september ætlum við að taka upp kartöflur og gulrætur, lokahnykkurinn þetta sumarið. Garðurinn hefur verið gjöfull; auk ofannefndra tegunda höfum við uppskorið gullfallegar og bragðgóðar rófur, eigum nokkurt magn af niðurskornum rabbarbara í frysti sem nýtist í sultugerðina, fengið spínat og fleiri káltegundir og ýmsar kryddjurtir sem enn gefa af sér. Rifsberjarunnarnir virðast vera ná sér á strik eftir 2 erfið ár, gáfu nægilegt magn af berjum til að leggja í 1 flösku af jólasnafs.... og blessað eplatréð með sín epli: í dag útdeilum við 6 stórum heimaræktuðum eplum á sambýlin :-) smá biti handa hverjum íbúa.

til baka