Fræðsludagur starfsmanna vel heppnaður

15.09.2010 11:54

Fræðsludagur starfsmanna fór fram miðvikudaginn 15. september 2010. Anna Jóna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði, fjallaði um hvernig jákvæður vinnustaður er byggður upp. Jákvæð sálfræði snýst um að finna það sem fólk gerir rétt en ekki rangt. Hún byggist á þeirri trú að fólk vilji: Lifa innihaldsríku lífi, rækta það besta í eigin fari og bæta eigin upplifun af kærleika, vinnu og gleði. Einnig var fjallað um dyggðir og styrkleikar og hvernig einstaklingar geta fundið leiðir til að þekkja styrkleika sína.

til baka