Anna Laufey Gunnlaugsdóttir 100 ára í dag

12.08.2010 11:54

Anna Laufey Gunnlaugsdóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með fjölskyldu og vinum hér í Sóltúni.Hún fæddist 12.ágúst 1910 að Ytri-Mástöðum í Svarfaðardal en bjó lengst af í miðbæ Reykjavíkur. Eiginmaður hennar var Kristján Elíasson frá Aratungu í Staðarsveit og eignuðust þau fjögur börn. Anna var mikil saumakona og kunststoppari. Starfsfólk og íbúar í Sóltúni senda Önnu árnaðaróskir í tilefni dagsins.

til baka