Stórsöngvari gleður íbúa Sóltúns með tónleikum

06.08.2010 11:52

Fimmtudaginn 5. ágúst hélt Jónas Guðmundsson, tenór við óperuna í Wiesbaden, tónleika fyrir íbúa, starfsmenn og aðstandendur í samkomusalnum. Jónas er af frægum tónlistarmönnum komin en hann er barnabarn Þuríðar Pálsdóttur söngkonu. Koma hans og söngur vakti mikla lukku. Meðal þess sem Jónas söng voru hinar ýmsu aríur, Hamraborgin og lag eftir afa sinn, Pál Ísólfsson.

til baka