Páfagaukur heimsótti Sóltún

24.06.2010 11:52

Miðvikudaginn 23. júní kom óvæntur gestur í heimsókn í Sóltún. Lítill grænn og gulur páfagaukur flaug inn og lenti á höfði starfsmanns. Vakti hann kátínu hjá starfsmönnum og íbúum og var komið fyrir í lánsbúri. Lýst var eftir eigendum fuglsins á hinum ýmsu útvarpsstöðum og sem leiddi til þess að þeir höfðu samband daginn eftir.

til baka