Kvennahlaup ÍSÍ, Sjóvá og Sóltúns 2010

15.06.2010 11:51

Hress hópur íbúa,ættingjar þeirra og starfsfólk tók þátt í árlegu kvennahlaupi ÍSÍ, Sjóvá og Sóltúns í blíðskaparveðri. Formlega tóku þátt um 42 konur, við bættust síðan 30 þeim til aðstoðar og samfylgdar. Herrarnir tóku á móti hópnum og afhentu viðurkenningamedalíu, síðan var lagið tekið undir berum himni.

til baka