Norrænir næringarrekstrarfræðingar

13.06.2010 11:51

Dagana 11. og 12. júní var árlegur stjórnarfundur norrænna félaga næringarrekstrarfræðinga haldinn á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Þátttakendur í norræna samstarfinu eru frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Íslandi. Þetta er í 3ja sinn sem fundurinn er haldinn hér á landi en hann er haldinn til skiptis í löndunum þó aðeins 7. hvert ár á Íslandi. Fundurinn í ár fjallaði um verkefni sem félögin hafa unnið að síðast liðið ár, auk þess sem komið var á framfæri ýmsum hugðarefnum þess lands sem heldur fundinn.

til baka