Tékkar í námsheimsókn á Íslandi

11.06.2010 11:50

Í vikunni hafa þau Jirí Horecky, Petr Hladik, Miroslav Cermak, Martin Jezek, Renata Kainrathova, Martin Zarsky og Jirí Prochazka verið 2 daga á vinnufundum í Sóltúni þar sem fjallað var um skipulag öldrunarþjónustu og framtíðaruppbyggingu. Skipst var á upplýsingum, hugmyndum og aðferðum. Sérstaklega var fjallað um lagaumhverfi og regluverk, RAI aðferðafræðina, rafræna skráningu sjúkraskrár, þjónustu við heilabilaða, heimaþjónustu, hlutverk fjölskyldu í umönnun og umönnunarbætur.Skipulag hjúkrunarheimila og gæðaviðmið, kröfulýsingar, aðgengi og eftirlit voru jafnframt tekin fyrir. Auk vinnufundanna í Sóltúni,heimsótti hópurinn Droplaugarstaði, Hrafnistu í Boðaþingi, Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, Félagsstarf eldri borgara í Gerðubergi og sat fund í félags-og tryggingamálaráðuneytinu.Erlendu gestirnir starfa í félagsmálaráðuneyti, stjórnsýslu í héraði, og eru forstjórar stofnana og samtaka í öldrunarþjónustu í Tékklandi.

til baka