Danskir hjúkrunarfræðingar heimsækja Sóltún

03.06.2010 11:50

Danskir hjúkrunarfræðingar sem voru á Íslandi í tilefni af 20. Norrænu ráðstefnunni í öldrunarfræðum heimsóttu Sóltún. Markmið heimsóknarinnar var að kynna sér nýjungar í þjónustu við eldri borgara, rafræna sjúkraskrá og hagnýtingu RAI mats til gæðaumbótastarfs.Fyrir hópnum fór Kiddy El Kohly hjúkrunarforstjóri sem unnið hefur með NORD-RAI hópnum.Síðan hélt hópurinn út á landsbyggðina og heimsóttu þær bæði Ás í Hveragerði og Skjólgarð á Höfn í Hornafirði.

til baka