Heilsueflingarmánuður tileinkaður sjálfseflingu

01.05.2010 11:49

Sjálfsefling – þín ábyrgð eru einkunnarorð Heilsueflingarmánaðar starfsfólksins í Sóltúni árið 2010. Öll eigum við dýrmætan auð að varðveita. Þessi auður ert þú, fjölskylda þín og vinnustaður. Það ber að hlúa að þessum auði, allt árið um kring. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra. Þess vegna er Sóltún starfsmannavænn vinnustaður með starfsmanna- og fjölskyldustefnu.Í maímánuði er hinn árlegi “Heilsumánuður Sóltúns” þá tökum við á sérstakan og sýnilegan hátt saman höndum um að gera þennan mánuð að sérstökum heilsueflingarmánuði. Við brjótum upp daglegt mynstur, reynum eitthvað nýtt, fræðumst og sækjum fram til nýrra dáða á vettvangi líkamlegrar og andlegrar heilsu.

til baka