Vel heppnuð góugleði

26.03.2010 11:47

Góugleðin 26. mars var ákaflega vel heppnuð. Hún hófst með því að borðstofur og samkomusalur heimilisins voru skreyttar og fallega var lagt á borð og fólk klæddist sínu fínasta pússi. Kvöldverðaveisla íbúa og gesta þeirra hófst síðan klukkan 18. Á matseðlinum var steikt lambafille með púrtvínssósu, léttsteiktu grænmeti á salatbeði og kartöfluturni. Í eftirrétt var pekanpæ með þeyttum rjóma. Dúóið Trúton tróð upp í samkomusalnum eftir kvöldverðin og tók þekkt íslensk lög og bítlalög. Síðan komu Dísirnar hennar Guðmundu og sungu fyrir veislugesti.

til baka