Dansskemmtun

18.03.2010 11:46

Dansparið Ásdís Sólveig Jónsdóttir og Alexsander Björnsson úr dansfélaginu Hvönn í Kópavogi dönsuðu ballrom og latin dansa fyrir íbúa Sóltúns.Þau voru að stíga sín fyrstu skref í dansinum en þau byrjuðu að dansa saman í janúar síðastliðnum. Mikil ánægja var með dansatriðið þeirra og allir dáðust að fallegum dansbúningum og flottri frammistöðu. Alexsander er sonur Lilju í eldhúsinu og hefur verið heimagangur í mörg ár og glatt okkur með nærveru sinni.

til baka