Ánægjuleg helgistund í Sóltúni

15.03.2010 11:46

Það má segja að það verið vinafundur, þegar félagar í kór Vogaskóla komu í heimsókn með kennar sínum Ágústu Jónsdóttur, sl föstudag. Slík var eftirvæntingin og hún var gagnkvæm. Syngjandi gengu þau í hús og syngjandi kvöddu þau. En stærsta stundin var þó söngurinn í helgistundinni, sannkallaður englasöngur sem umvafði góða hugvekju Ingigerðar Önnu Konráðsdóttur djáknakandidats og fyrrum starfsþjálfunarnema í Sóltúni. Eldhúsið bauð upp á súkkulaðiköku sem var annáluð.

til baka