Syngjandi feðgin í Sóltúni
08.03.2010 11:45Íbúar og starfsfólk Sóltúns fengu ánægjulega heimsókn s.l. föstudag frá Ólafi Beinteini Ólafssyni og dóttur hans, Ingibjörgu Aldísi. Feðginin tóku nokkur skemmtileg og vel valin lög og má þar m.a. annars nefna ,,Það er svo glatt á góðra vina fundi”, ,,Alparós” og ,,Í Birkilundi”. Hlustendur unu sér vel við ljúfu tónanna sem voru hvort tveggja við íslensk eða erlend lög og ýmist spiluð á harmonikku eða píanó. En hlustendur fengu ekki einungis að hlýða á söng. Ólafur hafði samið ljóð til íbúanna eftir síðustu sumarferð Sóltúns og las það upp við frábærar undirtektir. Orkuveita Reykjavíkur gerði söngskemmtunina mögulega og bíða nú allir spenntir eftir næstu heimsókn söngelsku feðginanna.
til baka