Íbúar Sóltúns blótuðu þorra

28.01.2010 11:44

Íbúar Sóltúns ásamt ættingjum sínum og starfsfólki komu saman á þorrablóti 28. janúar. Blótið hófst með borðhaldi þar sem dýrindis þorramatur frá SS var á borðum og að sjálfsögðu hákarl og brennivínssnaps. Haukur Sveinbjarnason tók á móti fólkinu í samkomusalnum með ljúfri tónlist, Jón Jóhannsson djákni flutti Minni kvenna og Guðrún Jónsdóttir Minni karla. Karlakórinn Kátir karlar mættu og heilluðu fólk með söngsyrpu undir stjórn Gylfa Gunnarssonar. Síðan tók Sigurður Guðmundsson gítarinn og stjórnaði fjöldasöng.Blótstjóri var Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir.

til baka