Söngfuglar bestu þakkir, ávallt velkomin

07.12.2009 11:31

Birta og gleði skein af hverju andliti þegar þau komu í Sóltún. Hér var á ferðinni kórinn Söngfuglarnir, undir stjórn og undirleik Margrétar Sigurðardóttur.Það var greinilegt að söngurinn, félagsskapurinn og ekki síst það að geta glatt aðra með söng gaf þeim óendanlega mikið. Það birtist einmitt svo vel í flutningnum, sem líkt og lyftu áheyrandanum upp á vængjum söngsins og ferðuðust um loftin blá, til fjarlægra landa og heim aftur. Kórinn sem starfað hefur í liðlega 20 ár og telur á fimmta tug félaga er hluti félagsstarfsins á Vesturgötu 7. Þarna voru á ferð auðfúsugestir sem glöddu okkur með söng sínum og nærveru, góður orðrómur var gerður að heimsókninni meðal þeirra fjölmörgu sem sóttu tónleikanna.

til baka