Aðventustemning
04.12.2009 11:30Jólahlaðborð 2. hæðar var haldið, 3. desember síðastliðinn, með glæsibrag. Gestir íbúa voru 37. Vel var úti látið af góðum mat og þjónusta eldhúss til fyrirmyndar.Jón Jóhannsson, djákni, flutti jólahugvekju. Stefán Stefánsson óperusöngvari söng og skemmti við mikinn fögnuð nærstaddra. Samsöngur íbúa, aðstandenda og starfsfólks tóks einnig vel í lokin. Góð og notaleg stemning einkenndi borðhaldið og létu gestir vel að góðri jólastund í upphafi aðventu.
til baka