Stærri mannfögnuðum frestað í sýkingavarnarskyni
15.10.2009 11:26Sýkingavarnarnefnd Sóltúns hefur ákveðið að guðþjónustu sem vera átti á morgun og haustfagnaði íbúa sem vera átti 22.október verði frestað til varnar útbreiðslu á svínaflensu.Starfsfólk Sóltúns verður bólusett gegn svínaflensu á næstu dögum að tilmælum Sóttvarnarlæknis, en heilbrigðisstarfsfólk er í Markhópi I, forgangshóp. Helstu ástæður þess eru: Að vernda sjúklinga gegn því að starfsmenn beri smit á milli. Til þess að starfsmenn sjálfir veikist ekki og geti sinnt mikilvægum störfum sínum og til að starfsmenn geti verndað fjölskyldur sínar með því að bera ekki smit frá sjúkrastofnunum og heim til sín.Ættingjar og aðrir heimsóknargestir ættu ekki að koma í heimsókn í Sóltún, hafi þeir einkenni um flensu.
til baka