Fjölmenningarvikan að hefjast
23.09.2009 11:24Nú er dagurinn,fjölmenningarvikan að hefjast.Við heilsumst meðal annars á Pólsku “Dzien dobry” og á Filippieysku “Magandang araw”. Kl.13:30 verður Guðbjört Guðjónsdóttir mannfræðingur með fyrirlesturinn, “Að starfa í alþjóðasamfélagi”. En ekki nóg með það, íbúum og starfsfólki er boðið uppá heimbakað kaffibrauð, í dag. Það eru þær Chona Cuares Millan og Lucivic Dagný Damasin frá Filippseyjum sem bjóða með kaffinu á 1. og 3. hæð. Á 2. hæð er það Anna Kaszczyssyn frá Póllandi sem býður uppá með kaffinu á annarri hæðinni.
til baka