Auknar forvarnir gegn sýkingum

12.08.2009 11:22

12.8.2009 Auknar forvarnir gegn sýkingum Nú þegar inflúensufaraldur vofir yfir hér á landi, hefur Sóltún aukið viðbúnað og hvers kyns sýkingavarnir. Í andyri Sóltúns eru upplýsingar um forvarnir vegna inflúensu og handspritt fyrir heimsóknagesti.Sýkingar geta komið upp með jöfnu millibili á hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Afleiðingar sýkinga fyrir aldraða sjúklinga eru oft verri en fyrir þá sem yngri eru og heilsuhraustir og því mikilvægt að vinna gegn smiti. Fjöldi mismunandi smitefna geta valdið sýkingum og smitleiðirnar eru margar.Algengasta smitleiðirnar eru hendur en aðrar smitleiðir eru vel þekktar m.a. Loftborið smit, úðasmit og örveru menguð matvæli. Hornsteinn í forvörnum gegn sýkingum er góður handþvottur og almennt hreinlæti. Sýkingavarnarnefnd hefur ákveðið að efna til sýkingavarnarviku til að skerpa á þekkingu og umgengisreglum.

til baka