Gjafir til Sóltúns

02.07.2009 11:21

Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Félagsstarfsins í Gerðubergi og Elín Daðadóttir komu færandi hendi í Sóltún. Heimilinu var færð mynd sem unnin var af Auðunni Víði Péturssyni í félagsstarfinu 2008. Mynd unna af Fanney Magnúsdóttur (harðangur og klaustur) og mynd saumaða af Guðrúnu Jónsdóttur 1966. Einnig var heimilinu færðir fallegir dúkar úr dánarbúi Ingibjargar Daníelsdóttur Níelsen f.7.maí 1915, d.24.janúar 2009, fyrir hönd ættingja.Gefendum eru færðar kærar þakkir fyrir.

til baka