Metþátttaka í kvennahlaupi ÍSÍ, Sjóvá og Sóltúns

10.06.2009 11:20

Frábært veður og sólskin mættu um 100 þátttakendum úr hópi íbúa, ættingja þeirra og starfsfólks í kvennahlaupinu í morgun. Þemað á 20 ára afmæli kvennahlaupsins er heilbrigt hugarfar og hraustar konur.Inntakið er að láta sér líða vel og láta ekki kröfur um staðalímyndir ræna sig gleðinni.Ólafur B.Ólafsson gladdi þátttakendur með harmonikkuleik.

til baka