Nemendur úr Suzukitónlistarskólanum léku á píanó

14.05.2009 11:16

Nemendur úr Suzukitónlistarskólanum hér í næsta nágrenni, Sóltúni 24, færðu með sér sumargleði til íbúanna þegar þau komu og léku á píanó undir stjórn Þórunnar Huldu Guðmundsdóttur. Það er orðin fastur liður að nemendur skólans komi í Sóltún, öllum til mikillar ánægju.

til baka