Kertahópur Sóltúns færir börnum gjöf

13.05.2009 11:15

Íbúar Sóltúns sem eru í kertahópnum, ákváðu að í þetta sinn skyldi ágóði að því fé sem safnaðist gegnum jólasölu og kertagerð renna til íslenskra barna. Berglind Rós Karlsdóttir frá Reykjavíkurdeild Rauða krossins kom og tók á móti söfnunarfénu kr.50.000,-. Berglind er forstöðukona Ungmennadeildar Rauða krossins í Reykjavík og hefur hún umsjón með námskeiðum sem kallast Mannúð og menning, sem börnum á aldrinum 7-9 ára og 10-12 ára verður boðið að taka þátt í í sumar. Þátttaka á námskeiðin er ókeypis svo hér mun söfnunarféð nýtast sem framlag til námskeiðahaldsins. Mynd frá afhendingu gjafarinnar Námskeiðin miða að því að draga úr einangrun barna, auka hópefli og útiveru, börnin munu fræðast um starfsemi Rauða krossins, fá kennslu í skyndihjálp, fræðast um fjölmenningu og fordóma o.fl.

til baka