Stjórnarformaður kvaddur

05.05.2009 11:14

Jóhann Óli Guðmundsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður Öldungs hf. Jóhann Óli hefur verið aðaleigandi Öldungs hf., frá stofnun félagsins sem var stofnað árið 2000. Markmiðið var að taka þátt í útboðsverkefni heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytisins um ,,Hjúkrunarheimili – einkaframkvæmd”, byggingu og rekstur í 25 ár. Félagið hefur rekið hjúkrunarheimilið Sóltún samkvæmt þjónustusamningi við ríkið síðan í ársbyrjun 2002 og hefur starfsemin verið farsæl. Stjórnendur og starfsfólk Sóltúns þakka Jóhanni Óla fyrir merkt brautryðjendastarf og traust og gott samstarf í þágu aldraðra.

til baka