Glæsilegur vorfagnaður
17.04.2009 11:10Íbúar, ættingjar þeirra og starfsfólk skemmti sér vel á vorfagnaði Sóltúns 16.apríl. Þema vorfagnaðar var ,,hattaþema" og kom fólk saman í móttöku í miðju hússins kl. 18 þar sem boðið var uppá gleði í glasi og gott í munni. Síðan var borin fram kvöldverður á vegum Sótúnseldhússins í 12 borðstofum hússins og voru 160 manns í mat. Ítalska tríóið skemmti í samkomusalnum með frábærum söng og gamanmálum. Veittar voru viðurkenningar fyrir flottustu hattana.
til baka