Heimsókn frá þingkonu Evrópuþingsins
04.03.2009 11:05Catherine Stihler þingkona sem situr fyrir Skotland á Evrópuþinginu heimsótti Sóltún ásamt dr. Catriona Burness ráðgjafa. Með þeim voru Rúna Magnúsdóttir og Claudia Vennemann frá alþjóðanefnd FKA. Gestirnir höfðu sérstakan áhuga á að kynna sér hugmyndafræði og nýsköpun í starfsemi hjúkrunarheimilisins. Heimsóknin var ánægjuleg og tóku íbúar sérstaklega vel á móti gestunum m.a. með söng.
til baka