Vel heppnað þorrablót

05.02.2009 11:03

Árlegt þorrablót heppnaðist vel að venju. Íbúa- og vinaráðið skipulagði þorrablótið. Borðhald var í 12 borðstofum heimilisins og hófst kl 18. Íbúar buðu til sín alls 64 ættingjum og vinum að þessu sinni. Boðið var uppá ljúfan þorramat frá Kjarnafæði og SS, sem rennt var niður með pilsner og brennivínssnapsi. Eftir kvöldmatinn safnaðist fólk saman í samkomusalnum þar sem Júliana Sigurveig Guðjónsdóttir stýrði blótinu fram eftir kvöldi. Ólafur Ólafsson harmonikuleikari og söngvari skemmti og stýrði fjöldasöng. Þórdís S. Hannesdóttir fór með minni karla og Jón Jóhannsson með minni kvenna.

til baka