Ný bók um hjúkrunarheimili komin út

10.01.2009 10:50

HJÚKRUNARHEIMILI. Leiðbeiningar og fróðleikur fyrir fjölskyldur á tímamótum.Í bókinni er fjallað um mismunandi hliðar á þjónustu við aldraða í heimahúsi og gert grein fyrir hvernig best sé að snúa sér, ef til þess kemur að sækja þurfi um búsetu á hjúkrunarheimili og hvernig æskilegast sé að standa að vali á heimili. Sagt er frá heilsufari og daglegu lífi íbúa á hjúkrunarheimilum og hlut fjölskyldu þeirra í umönnun.Sögu öldrunarheimila, uppbyggingu þeirra og rekstri eru gerð skil í bókinni og eins eru lífsgæða íbúa skoðuð frá ýmsum sjónarhornum.mynd af bókinni Höfundar bókarinnar eru sjö hjúkrunarfræðingar og er bókin byggð á rannsókna- og þróunarvinnu þeirra á þessum vettvangi. Í viðauka bókarinnar kynna margar stofnanir fyrir aldraða starfsemi sína. Bókin fæst í helstu bókaverslunum og einnig í móttöku hjúkrunarheimilisins Sóltúns.

til baka