Sóltúni færður altarisdúkur á aðfangadegi jóla

24.12.2008 10:48

Í guðsþjónustunni í dag var helgaður altarisdúkur við hátíðlega athöfn. Altarisdúkurinn er gjöf frá Aðalheiði Friðbertsdóttur til minningar um eiginmann sinn Óskar Kristjánsson sem lést þann 29.október 2005 og sem virðing og þökk fyrir samfélag og samstarf. Dúkurinn er einstakt listaverk handunnið af Aðalheiði. Að framan er hekluð blúnda með táknum kross og kaleiks. Blúndan er fest á hörkennt efni sem tónar vel við Ölbu djáknans.Aðalheiði eru færðar innilegustu þakkir fyrir góðan hug og höfðinglega gjöf. Megi góður Guð blessa Aðalheiði, fjölskyldu hennar og minningu ástkærs eiginmanns. Einnig eru Hildi Þráinsdóttur færðar bestu þakkir fyrir stuðning við lokafrágang þessa listaverks.

til baka