Mannauðurinn er auðlind starfseminnar í Sóltúni
12.12.2008 10:48Á aðventunni á hverju ári kemur samstarfsfólkið í Sóltún saman á aðventunni. Flestir vinna vaktavinnu í mismunandi starfshlutfalli,ýmist á morgunvöktum, kvöldvöktum, nætur-og/eða helgarvöktum. Það er því glatt á hjalla þegar á annað hundrað samstarfsmenn hittast. Þá eru veittar starfsaldurviðurkenningar og viðurkenningar fyrir námsgráður sem sérstaklega nýtast í þágu íbúanna hér í Sóltúni. Mannauðurinn er mesta auðlind starfseminnar í Sóltúni. Sóltúnseldhúsið á allan heiður skilið fyrir frábærar veitingar, sem endranær.
til baka