Djáknanemar í starfsþjálfun í Sóltúni
24.10.2008 10:52Allt frá opnun Sóltúns hafa nemar verið úr hinum ýmsum fag-og starfsgreinum. Nú á haustönn bregður svo við að það eru þrír djáknanemar í einu sem allir hafa lokið 30 eininga framhaldsnámi í djáknafræðum. Þær eru Ingigerður Konráðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Pétursdóttir Blöndal, leikskólakennari og Margrét Gunnarsdóttir, framhaldskólakennari. Hluti af námi í djáknafræðum er að ljúka starfsþjálfun undir handleiðslu valinna djákna í starfi og í nokkrum tilvikum presta. Starfsþjálfun felst í að djáknanemar kynnist og taki þátt í starfi djáknans og kynnist starfsumhverfi hans, verkefnum og samstarfsaðilum. Þær Ingigerður, Ásdís og Margrét hafa meðal annars kynnt sér hugmyndafræði Sóltúns, tekið þátt í teymisvinnu, átt samtöl við íbúa, ástvini og starfsfólk. Þær hafa verið viðstaddar minningarstundir, tekið þátt í guðsþjónustu og leitt helgi- og samverustundir. Einnig kynna þær sér hinar ýmsu fag- og starfsgreinar í Sóltúni. Það er alltaf fengur fyrir okkur hér í Sóltúni að fá nema, þeim fylgir ferskur andi, starf okkar hér í Sóltúni, fagleg þekking þeirra frá námi og reynslu mætast og speglast í verklegri þjálfun. Við fáum að njóta nærveru og krafta þeirra fram í byrjun aðventu, fyrir það erum við þakklát.
til baka