Sláturgerð í Sóltúni

23.10.2008 10:52

Fyrir hádegi þann 23. október tóku íbúar Sóltúns slátur. Unnið var í iðjuþjálfunarsalnum og boðið upp á dýrindis sherry og góða tónlist á meðan á framkvæmdinni stóð. Eldhúsdömurnar höfðu daginn áður saumað vambir af miklum dugnaði og um morguninn skorið niður mör og hrært hráefninu saman. Því var lítið annað að gera en að troða í vambirnar og sauma fyrir. Margir lögðu leið sína í sláturgerðina, ýmist til að taka þátt eða fylgjast með því sem um var að vera. Tengjast haustverkunum, finna lyktina, rifja upp gamla og góða tíma og njóta samverunnar. Starfsmenn og íbúar Sóltúns lögðust á eitt við verkin. Máltækið ,,ungur nemur gamall temur” átti vel við í sláturgerðinni því íbúarnir voru sumir hverjir komnir í kennsluhlutverk við að kenna þeim sem ekki kunnu til verka réttu handtökin. myndir

til baka