Efnahagsmálin rædd

10.10.2008 10:53

Anna Birna Jensdóttir hélt í morgun fund með íbúum og starfsfólki um efnahagskreppuna og starfsemina í Sóltúni. Sóltún er með samning við íslenska ríkið til 2027 um reksturinn. Starfsemi og stefna er alveg skýr, þó ráðdeildar sé þörf sem aldrei fyrr. Sóltún hefur verið afar lánsamt í starfsmannamálum og er það verðmætasti fjársjóðurinn þegar tryggja á gæði þjónustunnar. Við erfiðar aðstæður skiptir máli að starfsfólk, íbúar og ættingjar þjappi sér saman og standi vörð um líðan og hag fólks. Þó breytinga sé ekki að vænta í Sóltúni, getur bjátað á í fjölskyldum íbúa og starfsfólks sem valdið getur kvíða. Sóltún býður því uppá stuðningsviðtöl hjá djákna og hjúkrunarfræðingum.

til baka