Frábært sumarstarfsfólk

05.08.2008 10:59

Veðrið hefur leikið við íbúa og starfsfólk Sóltúns í sumar. Fólk hefur notið útiveru og fallega skjólsæla garðsins umhverfis Sóltún. Svalir hafa einnig verið vel nýttar til sólbaða og útivistar. Grillveislur hafa verið reglulega og í öll skiptin hefur verið snætt úti. Heimilið hefur verið svo lánsamt að hafa fengið til liðs frábært ungt fólk í sumarafleysingar. Flest þeirra eru að mennta sig í heilbrigðisgreinum eða í framhaldsskóla. Störf þeirra, framkoma og virðing hefur verið til fyrirmyndar og munu sum þeirra starfa með okkur í vetur með námi.

til baka