Írskir þemadagar í Sóltúni

20.05.2008 10:59

Sóltún hefur staðið fyrir þemadögum undanfarin ár, þar sem ákveðið land hefur orðið fyrir valinu hverju sinni. Dagskrá er skipulögð með tilliti til menningar og lista, matarhefðar og húsið skreytt. Góðir gestir eru fengnir í heimsókn. Að þessu sinni verða írskir dagar 21.-22.maí og mun m.a., ræðismaður íra á Íslandi Davíð Sch. Thorsteinsson heiðra Sóltún með heimsókn sinni og Pauline Mc Carthy syngja keltnesk lög.

til baka