Vel heppnuð vorgleði

18.04.2008 14:40

Vorgleðin í gærkvöldi heppnaðist sérlega vel, auk 92 íbúa heimilisins tóku þátt 69 gestir þeirra og starfsfólk. Klukkan 18 kom sparibúin hópur saman í fordrykk í miðjusvæði hússins. Þar var einnig boðið uppá kokteilbita. Síðan var sest að borðum í öllum 12 borðstofum heimilisins. Eldhús Sóltúns fékk mikið hrós fyrir púrtvínslegið lambafille sem borið var fram með dijonsósu, léttsteiktu grænmeti á saltbeði og kartöflum. Í eftirrétt var karamellu-súkkulaðipíramídi og kaffi. Að loknum kvöldverði skemmtu þau Ragnheiður Hauksdóttir söngkona og Kristinn Valdimarsson í samkomusalnum.

til baka