Skiptinemar frá Danmörku í námsdvöl í Sóltúni

01.04.2008 14:40

Þrír skiptinemar frá Danmörku verða hér í Sóltúni frá 1. apríl til 1. maí. Þetta er samstarfsverkefni sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla og Humanica, Social- og Sundhedsuddannelserne, styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins (Leonardo da Vinci, college of basic social and health training programmes). Ákveðnir sjúkraliðar heimilisins fylgja nemunum eftir og gefa svo viðkomandi umsögn í lok tímabilsins en námsdvölin er metin til eininga.

til baka