Skroppið í Blómaval

31.03.2008 11:08

Hópur íbúa á 1. hæð skrapp á Sóltúnsbílnum í Blómaval í Skútuvogi. Tilhlökkun lá í loftinu, þar sem fregnir voru af því að búið væri að setja fram fermingar- og páskaskreytingar. Nauðsynlegt er að fylgjast með tískunni í þessum efnum og tíðarandanum. Heldur kalt var í veðri en loðhúfur og góðar kápur björguðu málum. Það var glatt fólk sem kom til baka og höfðu sumir verslað til að punta inni hjá sér.

til baka