Söngveisla í Sóltúni

25.03.2008 14:38

Það var sannkölluð söngveisla í Sóltúni þriðjudaginn 25.mars. Þá streymdi að prúðbúin söngsveit karla og kvenna úr Óperukór Hafnarfjarðar. Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona stjórnaði kórnum á upplífgandi hátt undir píanóleik Peter Máté. Verndari kórsins frá upphafi er Þuríður Pálsdóttir. Íbúar, gestir þeirra og starfsfólk þakka kærlega fyrir yndislega og gefandi heimsókn snilldar tónlistarfólks.

til baka